Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður fylgjast náið með gangi mála hjá Ousmane Dembele hjá Barcelona en útlit er fyrir að þessi 21 árs gamli Frakki gæti verið á förum frá spænska stórveldinu.
Barcelona borgaði Borussia Dortmund meira en 100 milljónir evra fyrir Dembele í ágúst 2017 en hann hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í firnasterku byrjunarliði Barcelona.
Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum í La Liga í vetur, þar af 7 byrjunarliðsleikjum, en þarf oft að verma tréverkið í stærri verkefnum Barcelona.
Klopp reyndi að fá Dembele frá Dortmund en Liverpool mátti sín lítils í samkeppninni við Barcelona. Nú gæti hins vegar verið möguleiki fyrir Liverpool að fá Dembele frá Barcelona.
