Bylting framundan í plastnotkun hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira