Sigur Verstappen setur meiri pressu á Honda Bragi Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 16:30 Hinn ungi Verstappen kom sá og sigraði í Mexíkó en Hamilton tók fyrirsagnirnar vísir/getty Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira