Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 12:54 Rannsakendur fóru inn í húsið á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. Fólkið var í kjölfarið flutt af vettvangi, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Bæði karlinn og konan voru gestkomandi í húsinu í gær og voru á fimmtugs- og sextugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Pétur segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fundist á efri hæð hússins í morgun. Í kjölfarið hafi vettvangurinn verið afhentur lögreglu. Hann segir að viðbragðsaðilar hafi frá upphafi haft sterkar vísbendingar um hvar fólkið væri í húsinu. Þá voru síðustu slökkviliðsmennirnir kallaðir af vettvangi nú skömmu eftir hádegi en þeir höfðu verið þar að störfum síðan í nótt. Eldur kom upp í húsinu við Kirkjuveg á fjórða tímanum í gær. Húsráðandi og gestkomandi kona voru handtekinn á vettvangi í gær vegna brunans en skýrslutaka yfir þeim hófst nú fyrir hádegi. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort hin handteknu séu grunuð um eitthvað í tengslum við brunanna en ákveðið verður síðdegis í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Greint var frá því á Vísi í morgun að fólkið hefði áður komið við sögu lögreglu.Frá vettvangi í morgun áður en rannsakendur fóru inn í húsið.Vísir/Jóhann K. JóhannssonRannsókn heldur áfram á vettvangi í dag en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Slökkvilið afhenti lögreglu ekki vettvang fyrr en í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allt kapp var lagt á að vernda fólkið og húsið til þess að spilla ekki gögnum málsins. Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. Fólkið var í kjölfarið flutt af vettvangi, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Bæði karlinn og konan voru gestkomandi í húsinu í gær og voru á fimmtugs- og sextugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Pétur segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fundist á efri hæð hússins í morgun. Í kjölfarið hafi vettvangurinn verið afhentur lögreglu. Hann segir að viðbragðsaðilar hafi frá upphafi haft sterkar vísbendingar um hvar fólkið væri í húsinu. Þá voru síðustu slökkviliðsmennirnir kallaðir af vettvangi nú skömmu eftir hádegi en þeir höfðu verið þar að störfum síðan í nótt. Eldur kom upp í húsinu við Kirkjuveg á fjórða tímanum í gær. Húsráðandi og gestkomandi kona voru handtekinn á vettvangi í gær vegna brunans en skýrslutaka yfir þeim hófst nú fyrir hádegi. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort hin handteknu séu grunuð um eitthvað í tengslum við brunanna en ákveðið verður síðdegis í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Greint var frá því á Vísi í morgun að fólkið hefði áður komið við sögu lögreglu.Frá vettvangi í morgun áður en rannsakendur fóru inn í húsið.Vísir/Jóhann K. JóhannssonRannsókn heldur áfram á vettvangi í dag en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Slökkvilið afhenti lögreglu ekki vettvang fyrr en í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allt kapp var lagt á að vernda fólkið og húsið til þess að spilla ekki gögnum málsins. Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49