Lægðin sem er fyrir norðaustan land sækir í sig veðrið í kvöld með stífri vestanátt um landið norðaustanvert. Þegar líður á morgundaginn gefa allar lægðirnar eftir þegar stór og mikil lægð nálgast landið úr suðvestri með vaxandi norðaustnátt annað kvöld.
Í dag má reikna með norðlægri átt, 5-13 m/s en vestlægari á Austfjörðum. Skýjað og él eða slydduél við norðurströndina og á Vestfjörðum, stöku él suðvestantil annars þurrt.
Vestan 8-15 m/s norðaustantil á landinu í nótt og í fyrramálið, en annars hægari norðaustlæg eða breytileg átt. Vaxandi norðaustanátt annað kvöld og þykknar upp. Frost 0 til 5 stig til landsins, en um frostmark við ströndina.