Hálfkák, vanefndir og ónáttúra Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Nýlega efndi ríkisstjórnin til blaðamannafundar til að kynna „stórsókn í loftslagsmálum“. Ekki færri en 7 ráðherrar mættu til leiks í Austurbæjarskóla til að kynna þetta stórmál; hér gætu menn séð, að þessi ríkisstjórn stæði fyrir sínu. Fjármálahlið sóknarinnar er þessi: Verja á 6,8 milljörðum til hennar næstu 6 árin. Það jafngildir 1,36 milljarða á ári. Sem hlutfall af ríkisfjármálum 2019, eru það 0,18%. Hóflegt hlutfall það. Um svipað leyti var greint frá því, að fjárfesta ætti 120 milljörðum í flugstöðina í Keflavík næstu 6 árin, sem í sjálfu sér er gott mál, en þessi fjárfesting í flugstöðinni er næstum tuttugu sinnum hærri en í loftlagsmálum. Fjármunir, sem settir verða í gott og heilnæmt loftslag fyrir landsmenn, eru því hlutfallslega ekki miklir, þó að þessi sókn sé auðvitað af því góða. Verulegur hluti sóknarinnar á að liggja í því, að draga úr mengun frá benzín- og olíuknúnum bílum. Banna skal nýskráningu þeirra frá 2030. Hefði ekki verið nær að stöðva nýskráningu þrælmengandi benzín- og díselbíla – fara yfir í hreina orku; okkar eigin rafmagnsorku – þá þegar 2025, eins og Norðmenn? Norðmenn hófu raunverulega stórsókn í loftslagsmálum fyrir nokkrum árum. Þeir byrjuðu á að fella niður innflutningsskatta og virðisaukaskatt á rafmagns- eða tvinnbílum. Með þessu lækkaði verð bílanna stórlega og fór verulega niður fyrir verð sömu bíla með benzín- eða díselvél. Ekki nóg með það, heldur felldu ráðamenn í Noregi niður árlegan bílaskatt af rafmagnsbílum, borgartolla, bílastæðisgjöld, flutningsgjald með ferjum og leyfðu ökumönnum þessara bíla, að nota sérakreinar strætó og leigubíla. Öll bílnúmer rafmagnsbíla í Noregi byrja á EL- til aðgreiningar. Stjórnvöld þar beittu sér líka fyrir uppbyggingu hleðslustöðva í stórum stíl, en net þeirra er nú svo þéttriðið, að það eru minnst tvær hleðslustöðvar á 50 km millibili við vegakerfið. Þetta rafmagn er víðast hvar ókeypis. Hvað varðar viðleitni til að draga úr kolefnislosun í andrúmsloftið, má kalla sókn Norðmanna raunverulega stórsókn, sú sókn, sem hér á að fara í gang, nær því ekki. Sumir myndu kalla hana hálfkák. Auðvitað bætist gott átak til kolefnisbindingar við, en ríkisstjórnin hefði mátt gera þetta allt betur. Ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu bættan hag eldri borgara, sem forgangsmál fyrir kosningar, en, þegar á reynir, er þetta greinilega ekkert forgangsmál. Tilfærsla innan skattkerfisins eða vaxtalækkun (með því að taka húsnæðiskostnað út úr framfærsluvísitölu) hefði getað fjármagnað þessi útgjöld. Ríkisstjórnin kynnti stórfellt átak í umhverfis-, dýra- og náttúruvernd í stjórnarsáttmála, og VG samþykkti á flokksfundi 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Sl. sumar voru drepnar fleiri hreinkýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, en nokkru sinni fyrr, eða um 1.000. Umhverfisráðherra heimilaði þessa stórfelldu slátrun kúnna, þrátt fyrir, að allar stofnanir, sem með málið fara, hefðu mælt með því, að griðatími kálfanna yrði lengdur. Einhver hefði kallað það ónáttúru, að drepa yfir 1.000 hreinkýr frá bjargarlausum eða bjargarlitlum kálfum þeirra, eingöngu sér til skemmtunar; að gamni sínu. Engin áþreifanleg eða sannanlega þörf er á þessum veiðum. Snýr þetta auðvitað fyrst og fremst að veiðimönnum, en líka þeim, sem drápin leyfa. Eftir langt hlé á veiðum langreyða, vegna vandræða við sölu hvalaafurða, lét ríkisstjórnin það viðgangast, að veiðarnar væru hafnar að nýju og 146 langreyðar drepnar, margar með heiftarlegum hætti, þar sem kvalafullt dauðastríð dýranna – þetta eru háþróuð spendýr – getur staðið í 10-15 mínútur. Nær fullþroska kálfar í kviði kúnna voru kæfðir eða sprengdir með. Hvar var stjórnarsáttmáli og samþykkt VG!? Nýlega bárust líka fréttir af því, að tillaga 39 ríkja um hvalaverndarsvæði í Suður-Atlantshafi, 12.000 kílómetra í burtu, hefði ekki náð fram að ganga, m.a. vegna þess, að Ísland greiddi atkvæði gegn slíku griðasvæði, en tillaga umhverfisráðherra Brasilíu var studd af öllum helztu ríkjum Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu, ríkjum sem tengjast svæðinu landfræðilega og málið varðar. Andstaða Íslendinga við friðun dýra og náttúruvernd á fjarlægum slóðum, nánast hinum megin á hnettinum – þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta – er fyrir undirrituðum annarleg, skammarleg og siðlaus, en tilgangur hennar er sá einn, að tryggja áframhaldandi ágang á og spillingu þess lífríkis – líka margra dýra í útrýmingarhættu – sem þar er. Hér mætti víst líka tala um ónáttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nýlega efndi ríkisstjórnin til blaðamannafundar til að kynna „stórsókn í loftslagsmálum“. Ekki færri en 7 ráðherrar mættu til leiks í Austurbæjarskóla til að kynna þetta stórmál; hér gætu menn séð, að þessi ríkisstjórn stæði fyrir sínu. Fjármálahlið sóknarinnar er þessi: Verja á 6,8 milljörðum til hennar næstu 6 árin. Það jafngildir 1,36 milljarða á ári. Sem hlutfall af ríkisfjármálum 2019, eru það 0,18%. Hóflegt hlutfall það. Um svipað leyti var greint frá því, að fjárfesta ætti 120 milljörðum í flugstöðina í Keflavík næstu 6 árin, sem í sjálfu sér er gott mál, en þessi fjárfesting í flugstöðinni er næstum tuttugu sinnum hærri en í loftlagsmálum. Fjármunir, sem settir verða í gott og heilnæmt loftslag fyrir landsmenn, eru því hlutfallslega ekki miklir, þó að þessi sókn sé auðvitað af því góða. Verulegur hluti sóknarinnar á að liggja í því, að draga úr mengun frá benzín- og olíuknúnum bílum. Banna skal nýskráningu þeirra frá 2030. Hefði ekki verið nær að stöðva nýskráningu þrælmengandi benzín- og díselbíla – fara yfir í hreina orku; okkar eigin rafmagnsorku – þá þegar 2025, eins og Norðmenn? Norðmenn hófu raunverulega stórsókn í loftslagsmálum fyrir nokkrum árum. Þeir byrjuðu á að fella niður innflutningsskatta og virðisaukaskatt á rafmagns- eða tvinnbílum. Með þessu lækkaði verð bílanna stórlega og fór verulega niður fyrir verð sömu bíla með benzín- eða díselvél. Ekki nóg með það, heldur felldu ráðamenn í Noregi niður árlegan bílaskatt af rafmagnsbílum, borgartolla, bílastæðisgjöld, flutningsgjald með ferjum og leyfðu ökumönnum þessara bíla, að nota sérakreinar strætó og leigubíla. Öll bílnúmer rafmagnsbíla í Noregi byrja á EL- til aðgreiningar. Stjórnvöld þar beittu sér líka fyrir uppbyggingu hleðslustöðva í stórum stíl, en net þeirra er nú svo þéttriðið, að það eru minnst tvær hleðslustöðvar á 50 km millibili við vegakerfið. Þetta rafmagn er víðast hvar ókeypis. Hvað varðar viðleitni til að draga úr kolefnislosun í andrúmsloftið, má kalla sókn Norðmanna raunverulega stórsókn, sú sókn, sem hér á að fara í gang, nær því ekki. Sumir myndu kalla hana hálfkák. Auðvitað bætist gott átak til kolefnisbindingar við, en ríkisstjórnin hefði mátt gera þetta allt betur. Ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu bættan hag eldri borgara, sem forgangsmál fyrir kosningar, en, þegar á reynir, er þetta greinilega ekkert forgangsmál. Tilfærsla innan skattkerfisins eða vaxtalækkun (með því að taka húsnæðiskostnað út úr framfærsluvísitölu) hefði getað fjármagnað þessi útgjöld. Ríkisstjórnin kynnti stórfellt átak í umhverfis-, dýra- og náttúruvernd í stjórnarsáttmála, og VG samþykkti á flokksfundi 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Sl. sumar voru drepnar fleiri hreinkýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, en nokkru sinni fyrr, eða um 1.000. Umhverfisráðherra heimilaði þessa stórfelldu slátrun kúnna, þrátt fyrir, að allar stofnanir, sem með málið fara, hefðu mælt með því, að griðatími kálfanna yrði lengdur. Einhver hefði kallað það ónáttúru, að drepa yfir 1.000 hreinkýr frá bjargarlausum eða bjargarlitlum kálfum þeirra, eingöngu sér til skemmtunar; að gamni sínu. Engin áþreifanleg eða sannanlega þörf er á þessum veiðum. Snýr þetta auðvitað fyrst og fremst að veiðimönnum, en líka þeim, sem drápin leyfa. Eftir langt hlé á veiðum langreyða, vegna vandræða við sölu hvalaafurða, lét ríkisstjórnin það viðgangast, að veiðarnar væru hafnar að nýju og 146 langreyðar drepnar, margar með heiftarlegum hætti, þar sem kvalafullt dauðastríð dýranna – þetta eru háþróuð spendýr – getur staðið í 10-15 mínútur. Nær fullþroska kálfar í kviði kúnna voru kæfðir eða sprengdir með. Hvar var stjórnarsáttmáli og samþykkt VG!? Nýlega bárust líka fréttir af því, að tillaga 39 ríkja um hvalaverndarsvæði í Suður-Atlantshafi, 12.000 kílómetra í burtu, hefði ekki náð fram að ganga, m.a. vegna þess, að Ísland greiddi atkvæði gegn slíku griðasvæði, en tillaga umhverfisráðherra Brasilíu var studd af öllum helztu ríkjum Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu, ríkjum sem tengjast svæðinu landfræðilega og málið varðar. Andstaða Íslendinga við friðun dýra og náttúruvernd á fjarlægum slóðum, nánast hinum megin á hnettinum – þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta – er fyrir undirrituðum annarleg, skammarleg og siðlaus, en tilgangur hennar er sá einn, að tryggja áframhaldandi ágang á og spillingu þess lífríkis – líka margra dýra í útrýmingarhættu – sem þar er. Hér mætti víst líka tala um ónáttúru.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun