Gleymdist stóriðjan? Ólafur Hallgrímsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Hinn 10. sept. kynnti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlunin samanstendur af fjölmörgum aðgerðatillögum, sem ætlað er að mæta skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu með það fyrir augum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losun 1990. Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast. Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru. Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar. En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum. Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur. Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“. Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 10. sept. kynnti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlunin samanstendur af fjölmörgum aðgerðatillögum, sem ætlað er að mæta skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu með það fyrir augum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losun 1990. Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast. Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru. Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar. En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum. Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur. Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“. Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun