Innlent

Leita við Húsavík eftir að neyðarblys sást

Samúel Karl Ólason skrifar
Hjálmar Bogi Hafliðason, í svæðisstjórn Landsbjargar, segir að nú standi yfir gróf leit.
Hjálmar Bogi Hafliðason, í svæðisstjórn Landsbjargar, segir að nú standi yfir gróf leit. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Norðausturlandi eftir að neyðarblys sást nærri Húsavík. Um 30 aðilar koma nú að leitinni en íbúi á Húsavík taldi sig sjá neyðarblys falla inn til lands í norðausturátt frá Húsavík.

Hjálmar Bogi Hafliðason, í svæðisstjórn Landsbjargar, segir að nú standi yfir gróf leit. Verið sé að keyra og ganga alla slóða og helstu leiðir á svæðinu og kanna hvort bíll finnist eða einhverjar vísbendingar um mannaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×