Lars Lagerback og lærisveinar hans í Noregi leika í B-deild Þjóðadeildarinnar næst er hún verður leikin eftir 2-0 sigur á Kýpur í kvöld.
Ola Kamara, framherji LA Galaxy, skoraði bæði mörk Noregs í kvöld sem vinna riðil 3 í C-deildinni með þrettán stig. Búlgaría endar númer tvö eftir 1-1 jafntefli við Slóveníu.
Það gæti því farið sem svo að Ísland og Noregur dragist saman í riðil eftir fjögur ár er dregið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar en Ísland er sem kunnugt er fallið niður í B-deildina.
Danmörk og Írland gerðu markalaust jafntefli í Árósum en leikurinn var hluti af B-deildinni. Danirnir voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sæti í A-deildinni.
Öll úrslit dagsins:
A-deildin:
Þýskaland - Holland 2-2
B-deildin:
Tékkland - Slóvakía 1-0
Danmörk - Írland 0-0
C-deildin:
Búlgaría - Slóvenía 1-1
Kýpur - Noregur 0-2
D-deildin:
Makedónía - Gíbraltar 4-0
Liechtenstein - Armenía 2-2
Lars með Noreg upp í B-deildina | Öll úrslit dagsins
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn