Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki
Í auglýsingu sem birt var á Facebook-síðu Þrastalundar í síðustu viku kemur fram að Þrastalundur sé til leigu. Þó segir einnig í auglýsingunni að veitingastaðurinn sé til sölu, og það „af sérstökum ástæðum“. Í svari við fyrirspurn Vísis, þar sem óskað var eftir nánari skýringum á þessu, segir Sverrir Einar Eiríksson eigandi staðarins að auglýst sé eftir leigjendum.
„Þrastalundur er til leigu eins og hann leggur sig með öllum tækjum og tólum.“
Stóð aldrei til að hefja veitingarekstur
Inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að setja staðinn á leigu segir Sverrir að í raun hafi aldrei staðið til að hefja veitingarekstur.
Vænlegur leigjandi ekki fundinn enn
Aðspurður segir Sverrir að reksturinn hafi gengið þokkalega undanfarna mánuði, og öllu betur á sumrin en á veturna. Enn hefur enginn vænlegur leigjandi gert tilboð í staðinn en Stefán segir þó að mikið hafi verið hringt og spurt um reksturinn.„Ég vonast til þess að fá reynslumikinn aðila sem getur tekið boltann og gert þennan stað að því sem hann getur orðið.“
En hvað tekur við hjá Sverri, nú þegar veitingareksturinn er að baki?
„Ég hef ekki haft mikil afskipti af daglegum rekstri undanfarið ár þannig að lífið heldur áfram sinn vanagang.“
Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarin ár, til að mynda vegna sýnileika á samfélagsmiðlum og verðlags – sem hefur þótt hátt. Þess má jafnframt geta að tvisvar hefur verð á vörum í Þrastalundi verið lækkað eftir símhringingar frá blaðamönnum.
Þá hefur eigandinn sjálfur, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull.