Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna 18. nóvember 2018 17:46 Trump vill ekki hlusta á upptöku af morðinu. Getty/Al Drago Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08