Körfubolti

Irving með stórleik í toppslag austursins

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Irving var frábær í nótt
Irving var frábær í nótt Vísir/Getty
Kyrie Irving átti stórleik í liði Boston Celtics er liðið sigraði topplið Toronto Raptors í stórleik næturinnar í NBA-deildinni.



Flestir búast við að Boston og Toronto munu berjast um að komast í úrslitaeinvígið í vor og mátti því búast við spennandi leik, sem varð svo raunin.



Lokatölur í venjulegum leiktíma urðu 107-107 og þurfti því að framlengja. Í framlengingunni reyndust Boston menn sterkari og urðu lokatölur 123-116.



Kyrie Irving áttir stórleik í liði Boston en hann skoraði 43 stig og gaf 11 stoðsendingar. Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Toronto en hann skoraði 31 stig og tók 15 fráköst.



Boston virðist vera að hrökkva í gang en Toronto, sem byrjaði ákaflega vel hefur verið að dala að undanförnu og tapað þremur leikjum í röð.



Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni:



Toronto Raptors 116-123 Boston Celtics

Miami Heat 91 - 99 Indiana Pacers

Utah Jazz 107 - 113 Philadelphia 76ers

Brooklyn Nets 115 - 104 Washington Wizards

Sacramento Kings 104 - 112 Memphis Grizzlies

Portland Trail Blazers 96 - 112 Minnesota Timberwolves

New York Knicks 124 - 129 New Orleans Pelicans

Chicago Bulls 104 - 123 Milwaukee Bucks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×