Riðlist ekki á náttúrunni eins og rófulausir hundar á lóðatík 17. nóvember 2018 10:00 Arnarker, um fimm hundruð metra hellir, í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Mynd/Guðmundur Brynjar Þorsteinsson Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira