Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Anton „Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
„Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira