Þjóðleikhússtjóri sýnir Lilju hollustu og ætlar ekki tjá sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Ari Matthíasson er reiðubúinn að lýsa sjónarmiðum sínum við ráðherra verði eftir því leitað. Fréttablaðið/Anton Brink Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira