Fótbolti

Hamrén ánægður með frammistöðuna: „Vorum að spila við mjög sterkt lið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ánægður með sína drengi þrátt fyrir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Ég er sáttur við frammistöðuna en auðvitað aldrei sáttur þegar við töpum. Við verðum að horfa á þetta með þeim augum við vorum að spila við mjög sterkt lið,“ sagði Hamrén.

„Við prófuðum nýtt varnarskipulag í dag og á heildina litið er ég nokkuð sáttur en besta lið heims í dag býr yfir styrkleikum sem nýttu þeir. Þeir refsuðu okkur fyrir mistökin.“

„Við verðum að halda boltanum og sækja hratt þegar tækifærið gefst en við vorum að spila við sterkt lið og þá hefur maður ekki oft mikinn tíma til að halda boltanum.“

„Við þurftum að verjast mikið og þá var lítið eftir fyrir sóknina. Við vorum nálægt því að skora einu sinni en ég er ánægður með frammistöðuna samt sem áður,“ sagði Svíinn.


Tengdar fréttir

Kári: Þarf að halda einbeitingu í 90 mínútur

Kári Árnason var að vonum svekktur eftir 2-0 tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeild UEFA ytra í kvöld. Ísland fellur niður í B-deild keppninnar án stiga úr fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×