Óverðtryggð íbúðalán nær helmingur nýrra lána hjá Landsbankanum og Arion Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2018 19:15 Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum. Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum.
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira