Þingmenn standi við marggefin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar. Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar.
Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00