Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 11:30 Eggert Gunnþór í baráttunni á móti Sviss á EM U21 2011. vísir/getty Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00