Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 08:30 Kári Árnason hætti við að hætta. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti