Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36