Segir umræðuna um tillögur fjárlaganefndar afvegaleidda Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Við erum með gott fjárlagafrumvarp segir Willum Þór Þórsson. Vísir/Vilhelm Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira