Aron Einar: Við verðum aldrei hræddir Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Aron Einar Gunnarsson á HM síðasta sumar. Vísir/Getty Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48