Fjarvera fyrirliðans var erfið en mikilvæg Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 13:00 Aron Einar Gunnarsson er enn þá að vinna í því að ná sér alveg heilum. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30
Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00
Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30