Innlent

Fluttur strax til afplánunar eftir afskipti lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Vísir/Vilhelm
Lögregla handtók í gærkvöldi karlmann í miðborg Reykjavíkur en handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum. Lögregla hafði haft afskipti af manninum og konu sem hann var með vegna vörslu fíkniefna. Maðurinn var fluttur rakleiðis til afplánunar í fangelsi, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við gatnamót á Höfðabakkabrú í Árbæ. Tjónvaldur er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekið mót rauðu ljósi inn á gatnamótin. Draga þurfti bílana af vettvangi. Ökumenn tveggja bifreiða sem áttu hlut að máli voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl þeirra. Tjónvaldur var síðar vistaður í fangageymslu.

Þá stöðvaði lögregla ökumann bifreiðar um klukkan hálf eitt í Kópavogi eftir að hann ók mót einstefnu.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi.  Bifreiðin reyndist vera með röng skráningarnúmer og voru númerin klippt.

Lögregla stöðvaði einnig ökumann bifreiðar í Hafnarfirði seint á öðrum tímanum í nótt. Hann er grunaður um ölvun við akstur og brot á reynslulausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×