Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fréttablaðið/Valli „Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
„Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira