Lít frekar á mig sem miðvörð núna Hjörvar Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 12:30 Haukur Heiðar fagnar sænska meistaratitlinum eftir sigur AIK á Kalmar um helgina. Nordicphotos/Getty Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira