Lít frekar á mig sem miðvörð núna Hjörvar Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 12:30 Haukur Heiðar fagnar sænska meistaratitlinum eftir sigur AIK á Kalmar um helgina. Nordicphotos/Getty Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira