Formúlu-uppgjör: Allt á suðupunkti í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Hamilton fagnar enn einum sigrinum um helgina. vísir/getty Í tíunda skiptið á árinu var það heimsmeistarinn Lewis Hamilton sem stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Keppnin í Brasilíu var afar spennandi þar sem aðeins fimm sekúndur skildu að fyrstu fjóra ökumennina. Með sigrinum tryggði Lewis Hamilton liði sínu, Mercedes, heimsmeistaratitil bílasmiða fimmta árið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur það skeð að lið vinni fimm titla í röð, árangur sem að Ferrari náði er það vann sex sinnum í röð frá árunum 1999 til 2004. Í öðru sæti á eftir Hamilton kom Max Verstappen á Red Bull. Verstappen keyrði listavel á sunnudaginn og leiddi kappaksturinn örugglega framan af, þrátt fyrir að ræsa aðeins fimmti.Max lenti í vandræðum um helgina og var sigurinn tekinn af honum.vísir/gettySigurinn tekinn af Verstappen Á 44. hring kappakstursins var Max að hringa hægfara Force India bíl Esteban Occon sem endaði með ósköpum. Verstappen var kominn framúr í fyrstu beygju en í næstu beygju gaf Occon ekki tommu eftir og klessti inn í hlið Red Bull bílsins. Esteban fékk fyrir vikið tíu sekúndna refsingu en refsing Verstappen var mun harðari því Hollendingurinn varð af öruggu fyrsta sæti. „Ég er bara að keyra minn kappakstur og svo kemur svona fáviti og eyðileggur allt,“ hafði Max að seigja um Frakkann eftir keppni. Verstappen lét þó ekki bara ljót orð í garð Esteban duga, því eftir keppnina lagði Hollendingurinn hendur á Occon. Ökumenn eru alltaf vigtaðir eftir keppni í skúr FIA og þar hrinti Max Frakkanum og strunsaði svo út. Einhverjir áhorfendur sáu atvikið og klöppuðu Verstappen lof í lófa. Christian Horner, stjóri Red Bull, stóð við bakið á sínum ökumanni eftir keppnina. „Auðvitað styðjum við ekki ofbeldi en þegar hringaður bíll stelur af þér sigri ertu auðvitað mjög reiður.“ Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari í hans næstsíðasta kappakstri fyrir liðið. Ferrari hefði þurft að fá allavegana 12 stigum meira en Mercedes til að halda lífi í titilbaráttu bílasmiða þetta árið. Því er baráttan um titlana tvo búin í ár þrátt fyrir að ein keppni er eftir. Lokakappaksturinn fer fram í Abu Dhabi eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Í tíunda skiptið á árinu var það heimsmeistarinn Lewis Hamilton sem stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Keppnin í Brasilíu var afar spennandi þar sem aðeins fimm sekúndur skildu að fyrstu fjóra ökumennina. Með sigrinum tryggði Lewis Hamilton liði sínu, Mercedes, heimsmeistaratitil bílasmiða fimmta árið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur það skeð að lið vinni fimm titla í röð, árangur sem að Ferrari náði er það vann sex sinnum í röð frá árunum 1999 til 2004. Í öðru sæti á eftir Hamilton kom Max Verstappen á Red Bull. Verstappen keyrði listavel á sunnudaginn og leiddi kappaksturinn örugglega framan af, þrátt fyrir að ræsa aðeins fimmti.Max lenti í vandræðum um helgina og var sigurinn tekinn af honum.vísir/gettySigurinn tekinn af Verstappen Á 44. hring kappakstursins var Max að hringa hægfara Force India bíl Esteban Occon sem endaði með ósköpum. Verstappen var kominn framúr í fyrstu beygju en í næstu beygju gaf Occon ekki tommu eftir og klessti inn í hlið Red Bull bílsins. Esteban fékk fyrir vikið tíu sekúndna refsingu en refsing Verstappen var mun harðari því Hollendingurinn varð af öruggu fyrsta sæti. „Ég er bara að keyra minn kappakstur og svo kemur svona fáviti og eyðileggur allt,“ hafði Max að seigja um Frakkann eftir keppni. Verstappen lét þó ekki bara ljót orð í garð Esteban duga, því eftir keppnina lagði Hollendingurinn hendur á Occon. Ökumenn eru alltaf vigtaðir eftir keppni í skúr FIA og þar hrinti Max Frakkanum og strunsaði svo út. Einhverjir áhorfendur sáu atvikið og klöppuðu Verstappen lof í lófa. Christian Horner, stjóri Red Bull, stóð við bakið á sínum ökumanni eftir keppnina. „Auðvitað styðjum við ekki ofbeldi en þegar hringaður bíll stelur af þér sigri ertu auðvitað mjög reiður.“ Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari í hans næstsíðasta kappakstri fyrir liðið. Ferrari hefði þurft að fá allavegana 12 stigum meira en Mercedes til að halda lífi í titilbaráttu bílasmiða þetta árið. Því er baráttan um titlana tvo búin í ár þrátt fyrir að ein keppni er eftir. Lokakappaksturinn fer fram í Abu Dhabi eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn