Tíðindaríkir haustmánuðir Agnar Tómas Möller skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skoðun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun