Tíðindaríkir haustmánuðir Agnar Tómas Möller skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skoðun Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun