Merkel tekur undir ákall Macron eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 17:00 Angela Merkel á fundi Evrópuþingsins í dag. AP/Jean-Francois Badias Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018 Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018
Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent