Bókarkynning Óttars í boði Landhelgisgæslunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 15:30 Óttar Sveinsson afhendir skipverjanum Guðmundi Arasyni eintök af nýjustu Útkallsbókinni, Þrekvirki í djúpinu, í Hveragerði á föstudag. Fréttablaðið/Ernir Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“ Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“
Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06