Magnús hættir sem forstjóri Klakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 10:00 Magnús Scheving Thorsteinsson er sagður skilja við Klakka í góðri sátt við stjórn félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. Magnús er sagður hafa tilkynnt stjórn Klakka þetta nýverið. Þá eru starfslokin sögð „í góðri sátt við stjórn og hluthafa félagsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu vegna málsins. Haft er eftir Magnúsi í sömu tilkynningu að hann líti ánægður um öxl og að starfsmenn Klakka geti verið stoltir af árangri undanfarinna ára. „Ég hef verið forstjóri félagsins í sjö ár og mér finnst vera kominn tími til að skipta um vettvang og snúa mér að nýjum verkefnum. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum. Við höfum endurskipulagt, byggt upp og selt eignir og fengið mjög gott endurgjald fyrir þær. Ljóst er að afraksturinn er langt umfram þær heimtur sem gert var ráð fyrir í nauðasamningi félagsins árið 2010,“ segir Magnús og bætir við: „Framundan er stefnumótun fyrir Lykil fjármögnun hf., en fyrir liggur endurskilgreina og efla enn frekar starfsemi félagsins áður en efnt verður til nýs söluferlis. Hefst sú vinna fljótlega. Ég hef ákveðið að farsælt sé að leiðir skilji á þessum tímamótum og vil þakka bæði starfsfólki Klakka og öðru samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf.“ Klakki ehf. er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta en félagið fór í gegnum nauðasamninga árið 2010. Lykill fjármögnun hf. er nú langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. hlutir í tryggingafélaginu VÍS og fjarskiptafyrirtækinu Skipti/Símanum, hafa verið seldar á síðustu árum. Heildar söluandvirði umræddra eigna nemur yfir 56 milljörðum króna. Vistaskipti Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. Magnús er sagður hafa tilkynnt stjórn Klakka þetta nýverið. Þá eru starfslokin sögð „í góðri sátt við stjórn og hluthafa félagsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu vegna málsins. Haft er eftir Magnúsi í sömu tilkynningu að hann líti ánægður um öxl og að starfsmenn Klakka geti verið stoltir af árangri undanfarinna ára. „Ég hef verið forstjóri félagsins í sjö ár og mér finnst vera kominn tími til að skipta um vettvang og snúa mér að nýjum verkefnum. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum. Við höfum endurskipulagt, byggt upp og selt eignir og fengið mjög gott endurgjald fyrir þær. Ljóst er að afraksturinn er langt umfram þær heimtur sem gert var ráð fyrir í nauðasamningi félagsins árið 2010,“ segir Magnús og bætir við: „Framundan er stefnumótun fyrir Lykil fjármögnun hf., en fyrir liggur endurskilgreina og efla enn frekar starfsemi félagsins áður en efnt verður til nýs söluferlis. Hefst sú vinna fljótlega. Ég hef ákveðið að farsælt sé að leiðir skilji á þessum tímamótum og vil þakka bæði starfsfólki Klakka og öðru samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf.“ Klakki ehf. er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta en félagið fór í gegnum nauðasamninga árið 2010. Lykill fjármögnun hf. er nú langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. hlutir í tryggingafélaginu VÍS og fjarskiptafyrirtækinu Skipti/Símanum, hafa verið seldar á síðustu árum. Heildar söluandvirði umræddra eigna nemur yfir 56 milljörðum króna.
Vistaskipti Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00
Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00