Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var konan gangandi eftir gangstétt þegar stéttin gaf sig og og stærðarinnar hola myndaðist.
Konan féll niður í holuna og sjá má hvernig öðrum gangandi vegfarendum bregður við þegar konan hvarf niður holuna.
Guardian hefur eftir kínverskum blöðum að konunni hafi verið bjargað og að hún hafi einungis brotið rifbein við fallið. Yfirvöld í borginni rannsaka nú atvikið.