Verkefni Íslendinga með UN Women í Mósambík fær stuðning Norðmanna Heimsljós kynnir 12. nóvember 2018 16:45 Frá Mósambík gunnisal „Það má alveg líta á verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd aðgerðaráætlunar ályktunar 1325 í Mósambík,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir sem starfaði áður á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Mósambík og kom meðal annars að undirbúningi verkefnis sem Íslendingar settu á laggirnar með UN Women í Mósambík og stjórnvöldum. Verkefnið beinist að því að aðstoða stjórnvöld við að framkvæma fyrstu aðgerðaáætlun ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur frið og öryggi. „Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi leggi sitt að mörkum til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en oftar en ekki verða þær út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra og bætir við að verkefnið hafi verið byggt þannig upp að auðvelt væri að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum til að framkvæma verkþætti, ef viðbótarfjármagn fengist frá öðrum framlagsríkjum. Hún segir að nú hafi Norðmenn slegist í hópinn og bætt við 2 milljónum Bandaríkjadala við þær 2,3 milljónir Bandaríkjadala sem Ísland setur í verkefnið til fjögurra ára. Á dögunum fór fram svokallaður “suður-suður” fundur þar sem fulltrúar kvenna frá Angóla, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Kólumbíu og Bandaríkjunum komu til Mósambík og áttu fund með konum frá öllum fylkjum landsins. „Markmið fundarins var að deila reynslu um uppbyggingu friðar, öryggis og efnahagslegrar valdeflingu kvenna á svæðum sem eru eða hafa verið í átökum. Konurnar ræddu það sem þeim fannst að bæta mætti við aðgerðaáætlun Mósambíkur með sérstakri áherslu á mikilvægi þess að konur endurheimti efnahaglega þátttöku í samfélögum eftir stríð og átök.“ Í október hófst kynning um allt land á aðgerðaráætluninni og lýkur ekki fyrr en í desember. Í síðasta mánuði voru líka fræðslufundir í sjö fylkjum með fulltrúum frá lögreglu, dómurum og starfsmönnum heilbrigðis- og félagsmála. Að sögn Lilju Dóru er hugmyndin að koma á laggirnar samþættri þjónustu við fórnarlömb kynferðisofbeldis á tímum átaka í þessum sjö fylkjum: Manica, Sofala, Tete, Zambéziu, Gaza, Inhambane og Cabo-Delegado. „Sárin eftir borgarstyrjöldina hafa ekki enn gróið,“ segir Lilja Dóra. Eftir sjálfstæði Mósambíkur frá Portúgölum árið 1974 hófst borgarastríð sem stóð yfir í sextán ár. Síðustu árin hafa íbúar í norðurhluta landsins orðið fyrir árásum annað veifið og nýjar ógnir bætast við með hryðjuverkahópum vegna nýfundinna náttúruauðlinda.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
„Það má alveg líta á verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd aðgerðaráætlunar ályktunar 1325 í Mósambík,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir sem starfaði áður á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Mósambík og kom meðal annars að undirbúningi verkefnis sem Íslendingar settu á laggirnar með UN Women í Mósambík og stjórnvöldum. Verkefnið beinist að því að aðstoða stjórnvöld við að framkvæma fyrstu aðgerðaáætlun ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur frið og öryggi. „Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi leggi sitt að mörkum til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en oftar en ekki verða þær út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra og bætir við að verkefnið hafi verið byggt þannig upp að auðvelt væri að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum til að framkvæma verkþætti, ef viðbótarfjármagn fengist frá öðrum framlagsríkjum. Hún segir að nú hafi Norðmenn slegist í hópinn og bætt við 2 milljónum Bandaríkjadala við þær 2,3 milljónir Bandaríkjadala sem Ísland setur í verkefnið til fjögurra ára. Á dögunum fór fram svokallaður “suður-suður” fundur þar sem fulltrúar kvenna frá Angóla, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Kólumbíu og Bandaríkjunum komu til Mósambík og áttu fund með konum frá öllum fylkjum landsins. „Markmið fundarins var að deila reynslu um uppbyggingu friðar, öryggis og efnahagslegrar valdeflingu kvenna á svæðum sem eru eða hafa verið í átökum. Konurnar ræddu það sem þeim fannst að bæta mætti við aðgerðaáætlun Mósambíkur með sérstakri áherslu á mikilvægi þess að konur endurheimti efnahaglega þátttöku í samfélögum eftir stríð og átök.“ Í október hófst kynning um allt land á aðgerðaráætluninni og lýkur ekki fyrr en í desember. Í síðasta mánuði voru líka fræðslufundir í sjö fylkjum með fulltrúum frá lögreglu, dómurum og starfsmönnum heilbrigðis- og félagsmála. Að sögn Lilju Dóru er hugmyndin að koma á laggirnar samþættri þjónustu við fórnarlömb kynferðisofbeldis á tímum átaka í þessum sjö fylkjum: Manica, Sofala, Tete, Zambéziu, Gaza, Inhambane og Cabo-Delegado. „Sárin eftir borgarstyrjöldina hafa ekki enn gróið,“ segir Lilja Dóra. Eftir sjálfstæði Mósambíkur frá Portúgölum árið 1974 hófst borgarastríð sem stóð yfir í sextán ár. Síðustu árin hafa íbúar í norðurhluta landsins orðið fyrir árásum annað veifið og nýjar ógnir bætast við með hryðjuverkahópum vegna nýfundinna náttúruauðlinda.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent