Innlent

Brotist inn í leikskóla í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglu í nótt.
Það var nóg að gera hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna allmörgum útköllum vegna innbrota í gær og í nótt.

Fyrsta innbrotið sem tilkynnt var átti sér stað um klukkan sex í gær en þá farið inn um glugga á húsnæði í Árbænum og loftrpressu stolið.

Skömmu seinna barst annað útkall vegna innbrots, að þessu sinni í póstnúmeri 108 í Reykjavík. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var brotist inn í bílskúr en ekki er vitað hverju var stolið. Bíll sem stóð í bílskúrnum varð þó fyrir skemmdum. Í sama póstnúmeri var brotist inn í húsnæði rétt fyrir miðnætti en ekki er vitað hverju var stolið þaðan.

Þá var fatnaði stolið úr bíl í Hlíðunum um klukkan sjö í gær. Skömmu áður hafði verið tilkynnt um þjófnað á persónulegum munum starfsmanns í aðstöðu starfsmanna í verslun í Kópavogi.

Seint í nótt var einnig tilkynnt um innbrot í leikskóla í Breiðholti. Ekki er vitað hverju var stolið, að því er segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×