Þá var Ingi Þór Steinþórsson í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn og varð hann fyrir því óláni að fá boltann beint í hausinn eftir skot frá ungum dreng.
„Er þetta ekki til á vídeói?“ spyr Ingi Þór eftir að boltinn lenti í hausnum á honum, og það er svo sannarlega rétt hjá honum.
Atvikið sjálft var skemmtilegt og fyndið. En viðbrögð drengsins sem skaut boltanum sem endaði í höfðinu á Inga voru einnig kostuleg.
Sjáðu þetta skemmtilega atvik hér fyrir neðan.