„Gerviverktökum“ fjölgar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2018 19:45 Tímabundnar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkum ráðningum fylgir engin vernd vinnuafls þar sem samningur liggur ekki fyrir. Sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar segir að taka þurfi á stækkandi vanda sem sé orðinn ansi sjáanlegur í iðngreinum. Í dag efndi Efling til fundar um stöðu verktaka og lausavinnufólks. Umræðuefni fundarins var svokallað „tengihagkerfi“, fyrirkomulag vinnu sem byggir á tímabundnum ráðningum með litlu sem engu atvinnuöryggi. Slíkar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi heldur svokallaða gerviverktaka. Sviðstjóri Félagssviðs Eflingar segir vandann mjög sjáanlegan í iðngreinum. „Það sem við stöndum frammi fyrir hérna er að starfsmenn í ýmsum atvinnugreinum eru beðnir um að vinna án nokkurs samnings eða samkvæmt samningi sem þýðir í raun að menn fá engar tryggðar vinnustundir og fá enga vernd. Við sjáum þetta í öllum atvinnugreinum. Daglaunamönnum er sagt að mæta á byggingarstað einn dag en kannski ekki næsta dag. Þetta þýðir að þeir hafa ekkert atvinnuöryggi, þeir hafa enga talsmenn, þeit óttast að leita til vetkalýðsfélags eða opinberra stofnanna,“ segir Maxim Baru, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar.Fréttablaðið/Anton brinkHann segir mikilvægt að gerviverktakar, stilli saman strengi og tilgreini kröfur sínar. „Við þurfum að kenna fólki að þekkja raunhæfar kröfur sem það getur gert til greinarinnar og skipuleggja baráttu og setja þrýsting á stjórnvöld og atvinnurekendur til að breyta þessari hegðun. Verkalýðsfélögin hafa úrræði og þekkingu til að gera þetta en við verðum að hugsa á skapandi hátt. Atvinnurekendur hugsa á skapandi hátt um hvernig hægt sé að sundra fólki og við verðum að hugsa um hvernig hægt sé að sameina það, sem þýðir að tala við þau og sjá hvers konar stofnanir þau þurfa,“ segir Maxim. Kjaramál Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Tímabundnar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkum ráðningum fylgir engin vernd vinnuafls þar sem samningur liggur ekki fyrir. Sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar segir að taka þurfi á stækkandi vanda sem sé orðinn ansi sjáanlegur í iðngreinum. Í dag efndi Efling til fundar um stöðu verktaka og lausavinnufólks. Umræðuefni fundarins var svokallað „tengihagkerfi“, fyrirkomulag vinnu sem byggir á tímabundnum ráðningum með litlu sem engu atvinnuöryggi. Slíkar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi heldur svokallaða gerviverktaka. Sviðstjóri Félagssviðs Eflingar segir vandann mjög sjáanlegan í iðngreinum. „Það sem við stöndum frammi fyrir hérna er að starfsmenn í ýmsum atvinnugreinum eru beðnir um að vinna án nokkurs samnings eða samkvæmt samningi sem þýðir í raun að menn fá engar tryggðar vinnustundir og fá enga vernd. Við sjáum þetta í öllum atvinnugreinum. Daglaunamönnum er sagt að mæta á byggingarstað einn dag en kannski ekki næsta dag. Þetta þýðir að þeir hafa ekkert atvinnuöryggi, þeir hafa enga talsmenn, þeit óttast að leita til vetkalýðsfélags eða opinberra stofnanna,“ segir Maxim Baru, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar.Fréttablaðið/Anton brinkHann segir mikilvægt að gerviverktakar, stilli saman strengi og tilgreini kröfur sínar. „Við þurfum að kenna fólki að þekkja raunhæfar kröfur sem það getur gert til greinarinnar og skipuleggja baráttu og setja þrýsting á stjórnvöld og atvinnurekendur til að breyta þessari hegðun. Verkalýðsfélögin hafa úrræði og þekkingu til að gera þetta en við verðum að hugsa á skapandi hátt. Atvinnurekendur hugsa á skapandi hátt um hvernig hægt sé að sundra fólki og við verðum að hugsa um hvernig hægt sé að sameina það, sem þýðir að tala við þau og sjá hvers konar stofnanir þau þurfa,“ segir Maxim.
Kjaramál Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira