Jimmy Butler, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni er á leiðinni til Philadelphia 76ers.
Adrian Wojnarowski tilkynnti það á Twitter-síðu sinni, og sjaldan hefur hann rangt fyrir sér.
Minnesota munu einnig senda frá sér Justin Patton. Fyrir leikmennina tvo mun Minnesota fá þá Robert Covington, Dario Saric og valsrétt í annarri umferð í nýliðavalinu, ásamt pening.
Butler vildi sjálfur yfirgefa Minnesota í sumar og úr varð mikið fjaðrafok.
Miklar vangaveltur voru um hvert Butler myndi fara, og er hann nú á leið til Philadelphiu, þar sem búist er við að hann skrifi undir langtímasamning næsta sumar.
Jimmy Butler á leið til Philadelphia 76ers
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


