Dagur gagnrýnir önnur sveitarfélög vegna félagslegra íbúða Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 13:15 Dagur B. Eggertsson í Víglínunni í morgun. Vísir/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur. Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira