Hayward fékk kaldar móttökur í Utah Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 10:08 Hayward í leiknum í nótt vísir/getty Gordon Hayward fékk kaldar móttökur við endurkomuna til Utah og labbaði af vellinum tómhentur eftir tap fyrir gömlu liðsfélögunum í Utah Jazz. Hayward fór frá Utah til Boston Celtics sumarið 2017 en gat ekkert spilað fyrir Celtics síðasta vetur vegna meiðsla. Eftir sjö tímabil hjá Utah var baulað á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í leiknum í nótt. Hann setti 13 stig og sjö stoðsendingar í leiknum fyrir Boston, Jayson Tatum og Terry Rozier gerðu mest fyrir gestina með 22 og 21 stig. Joe Ingles fór fyrir liði heimamanna og jafnaði sinn besta leik á ferlinum með 27 stig. Tapið var það þriðja í fjórum leikjum hjá Boston og var þjálfarinn Brad Stevens ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við byrjuðum ágætlega en náðum ekki að frákasta og vörnin okkar á „pick-and-roll“ er alls ekki nógu góð,“ sagði Stevens.Gordon Hayward finishes with 13 PTS, 7 AST in his return to Utah. #CUsRisepic.twitter.com/nLSmROoBuT — NBA (@NBA) November 10, 2018 Í Miami náðu gestirnir í Indiana Pacers í sinn fimmta útisigur í röð þegar þeir sóttu heimamenn í Miami Heat heim. Victor Oladipo skoraði 22 stig fyrir Pacers í leiknum sem endaði á 16-2 kafla gestanna. Domantas Sabonis og Darren Collison settu 17 stig fyrir Pacers hvor og Bojan Bogdanovic skoraði 16. Eftir tvo tapleiki í röð á heimavelli virðist Pacers ekki geta tapað á útivelli og skilaði frábær varnarleikur þeim sigrinum, Miami var bara með 37 prósenta skotnýtingu í seinni hálfleik.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Washington Wizards 117-108 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 133-132 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 109-124 Miami Heat - Indiana Pacers 102-110 Denver Nuggets - Brooklyn Nets 110-112 Utah Jazz - Boston Celtics 123-115 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 121-110 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Gordon Hayward fékk kaldar móttökur við endurkomuna til Utah og labbaði af vellinum tómhentur eftir tap fyrir gömlu liðsfélögunum í Utah Jazz. Hayward fór frá Utah til Boston Celtics sumarið 2017 en gat ekkert spilað fyrir Celtics síðasta vetur vegna meiðsla. Eftir sjö tímabil hjá Utah var baulað á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í leiknum í nótt. Hann setti 13 stig og sjö stoðsendingar í leiknum fyrir Boston, Jayson Tatum og Terry Rozier gerðu mest fyrir gestina með 22 og 21 stig. Joe Ingles fór fyrir liði heimamanna og jafnaði sinn besta leik á ferlinum með 27 stig. Tapið var það þriðja í fjórum leikjum hjá Boston og var þjálfarinn Brad Stevens ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við byrjuðum ágætlega en náðum ekki að frákasta og vörnin okkar á „pick-and-roll“ er alls ekki nógu góð,“ sagði Stevens.Gordon Hayward finishes with 13 PTS, 7 AST in his return to Utah. #CUsRisepic.twitter.com/nLSmROoBuT — NBA (@NBA) November 10, 2018 Í Miami náðu gestirnir í Indiana Pacers í sinn fimmta útisigur í röð þegar þeir sóttu heimamenn í Miami Heat heim. Victor Oladipo skoraði 22 stig fyrir Pacers í leiknum sem endaði á 16-2 kafla gestanna. Domantas Sabonis og Darren Collison settu 17 stig fyrir Pacers hvor og Bojan Bogdanovic skoraði 16. Eftir tvo tapleiki í röð á heimavelli virðist Pacers ekki geta tapað á útivelli og skilaði frábær varnarleikur þeim sigrinum, Miami var bara með 37 prósenta skotnýtingu í seinni hálfleik.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Washington Wizards 117-108 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 133-132 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 109-124 Miami Heat - Indiana Pacers 102-110 Denver Nuggets - Brooklyn Nets 110-112 Utah Jazz - Boston Celtics 123-115 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 121-110
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira