„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 18:22 Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. vísir/vilhelm Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“ Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“
Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent