„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 18:22 Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. vísir/vilhelm Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“ Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“
Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11