Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:04 Skúli Mogensen ræddi við starfsfólk WOW Air á starfsmannafundi í Katrínartúni í morgun. Hér er hann með Jónínu Guðmundsdóttur starfsmannastjóra WOW air. Vísir/vilhelm Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent