Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 09:21 Skúli Mogensen mætir á fund með starfsmönnum klukkan tíu í Katrínartúni. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsfólks WOW air í morgun. Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan tíu en fallið var frá kaupum Icelandair á WOW air eins og Vísir greindi frá í morgun. „Eins og þið vitið þá höfum við unnið mjög náið með Icelandair síðan 5. nóvember en samhliða leitað annarra fjárfesta. Nú höfum við komist að sameiginlegri ákvörðun að hætta viðræðum við Icelandair og ég óska þeim hins besta,“ segir Skúli.Skúli ásamt Jónínu Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra WOW air í morgun.Vísir/VilhelmSjá einnig: Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air„Að því sögðu er það ekkert leyndarmál að ég hef þá ástríðu og hjarta mitt brennur fyrir að tryggja að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag og það er nákvæmlega það sem við erum að vinna að og ég reikna með að geta fært ykkur fleiri gleðifréttir hvað það varðar í náinni framtíð.“ Skúli segist áfram leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram samkvæmt plani og einbeita sér að settu markmiði. „Þið hafið öll staðið ykkur frábærlega á þessum erfiðu tímum,“ segir Skúli og segir starfsfólk geta verið stolt af nýlegri viðurkenning CAPA fyrir að hafa verið besta lággjaldaflugfélagið árið 2018.Bréf Skúla til starfsmannaDear friendsAs all of you know we have been working diligently with Icelandair since November 5 but also in parallel been pursuing other investors. We have now mutually agreed to terminate the discussions with Icelandair and I wish them all the best. Having said that it is no secret that my heart and my passion has always been to ensure that WOW air will continue as a standalone airline and that is exactly what we are working on and I expect to be able to bring you more good news on that front in the very near future. As I have emphasized all along it is critical that we continue to execute our plan and stay focused on our mission. You have all done an amazing job during these rough times and you can all be very proud of the fact that CAPA awarded WOW air with their prestigious award as the Best Low Cost Airline in the World in 2018. Thank you for your dedication and great work and staying with the WOW spirit! There will be a staff meeting at 10.00, look forward to see you there.Fréttin var uppfærð klukkan 10:30 með nýjum ljósmyndum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsfólks WOW air í morgun. Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan tíu en fallið var frá kaupum Icelandair á WOW air eins og Vísir greindi frá í morgun. „Eins og þið vitið þá höfum við unnið mjög náið með Icelandair síðan 5. nóvember en samhliða leitað annarra fjárfesta. Nú höfum við komist að sameiginlegri ákvörðun að hætta viðræðum við Icelandair og ég óska þeim hins besta,“ segir Skúli.Skúli ásamt Jónínu Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra WOW air í morgun.Vísir/VilhelmSjá einnig: Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air„Að því sögðu er það ekkert leyndarmál að ég hef þá ástríðu og hjarta mitt brennur fyrir að tryggja að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag og það er nákvæmlega það sem við erum að vinna að og ég reikna með að geta fært ykkur fleiri gleðifréttir hvað það varðar í náinni framtíð.“ Skúli segist áfram leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram samkvæmt plani og einbeita sér að settu markmiði. „Þið hafið öll staðið ykkur frábærlega á þessum erfiðu tímum,“ segir Skúli og segir starfsfólk geta verið stolt af nýlegri viðurkenning CAPA fyrir að hafa verið besta lággjaldaflugfélagið árið 2018.Bréf Skúla til starfsmannaDear friendsAs all of you know we have been working diligently with Icelandair since November 5 but also in parallel been pursuing other investors. We have now mutually agreed to terminate the discussions with Icelandair and I wish them all the best. Having said that it is no secret that my heart and my passion has always been to ensure that WOW air will continue as a standalone airline and that is exactly what we are working on and I expect to be able to bring you more good news on that front in the very near future. As I have emphasized all along it is critical that we continue to execute our plan and stay focused on our mission. You have all done an amazing job during these rough times and you can all be very proud of the fact that CAPA awarded WOW air with their prestigious award as the Best Low Cost Airline in the World in 2018. Thank you for your dedication and great work and staying with the WOW spirit! There will be a staff meeting at 10.00, look forward to see you there.Fréttin var uppfærð klukkan 10:30 með nýjum ljósmyndum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent