Þorskstofninn í hættu vegna hærri hita og súrnunar sjávar Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Súrnun sjávar gæti haft gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn Íslendinga, þorskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira