Samvinnan styrkir fullveldið Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun