Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 14:00 Ámundi á hliðarlínunni í Borgarnesi þar sem hann er alla jafna á leikjum liðsins. Mynd/facebooksíða skallagríms Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58