Hviður allt að 45 metrum á sekúndu víða um land í miklu hríðarveðri og stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 11:15 Vindaspáin fyrir kvöldið er ekkert sérstök. veðurstofa íslands Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni. Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni.
Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15