Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 23:46 Kristinn Hrafnsson. Vísir Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent