Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu.
Auka hluthafafundur Icelandair fer fram á föstudag þar sem stendur til að staðfesta kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air. Ákveðnar forsendur voru settar fyrir kaupunum, meðal annars að Samkeppniseftirlitið gerði ekki athugasemdir við þau.
Í bréfi sem Skúli Mogensen forstjóri WOW Air sendi eigendum skuldabréfa í félaginu í dag segir hann orðrétt: „Að framansögðu hefur verið unnið ákveðið að því að afla aukins fjármagns í rekstur félagsins og hefur fjöldi aðila sýnt áhuga á að koma að því, þeirra á meðal Icelandair eins og greint hefur verið frá opinberlega.“
Þessi yfirlýsing forstjórans er áhugaverð í ljósi þess að hún er sett fram áður en hluthafafundur Icelandair hefur formlega staðfest yfirtökuna á WOW og má skilja þannig að óvíst sé hvort af henni verði.
WOW air tilkynnti síðdegis að fækkað verði um fjórar flugvélar í flota félagsins.
Óvissa um kaup Icelandair á WOW air
Sighvatur Jónsson skrifar
Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent


Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent