Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu.
Auka hluthafafundur Icelandair fer fram á föstudag þar sem stendur til að staðfesta kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air. Ákveðnar forsendur voru settar fyrir kaupunum, meðal annars að Samkeppniseftirlitið gerði ekki athugasemdir við þau.
Í bréfi sem Skúli Mogensen forstjóri WOW Air sendi eigendum skuldabréfa í félaginu í dag segir hann orðrétt: „Að framansögðu hefur verið unnið ákveðið að því að afla aukins fjármagns í rekstur félagsins og hefur fjöldi aðila sýnt áhuga á að koma að því, þeirra á meðal Icelandair eins og greint hefur verið frá opinberlega.“
Þessi yfirlýsing forstjórans er áhugaverð í ljósi þess að hún er sett fram áður en hluthafafundur Icelandair hefur formlega staðfest yfirtökuna á WOW og má skilja þannig að óvíst sé hvort af henni verði.
WOW air tilkynnti síðdegis að fækkað verði um fjórar flugvélar í flota félagsins.
Óvissa um kaup Icelandair á WOW air
Sighvatur Jónsson skrifar
Mest lesið

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Viðskipti innlent

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu
Viðskipti erlent

Vaktin: Tollar Trump valda usla
Viðskipti erlent


Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni
Viðskipti innlent

Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll
Viðskipti erlent

ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum
Viðskipti innlent

Öll félög lækkuðu nema þrjú
Viðskipti innlent

36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum
Viðskipti innlent

Bezos sagður hafa boðið í Tiktok
Viðskipti erlent