Skúli lagði 770 milljónir til WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 13:35 Bréfaskrif Skúla Mogensen hafa verið fréttamatur í vikunni. vísir/getty Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent