Skúli lagði 770 milljónir til WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 13:35 Bréfaskrif Skúla Mogensen hafa verið fréttamatur í vikunni. vísir/getty Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37